Gunnar Þór Bjarnason: Upp með fánann! Baráttan um uppkastið 1908 og sjálfstæðisbarátta Íslendinga

Authors

  • Ólafur Þ. Harðarson

DOI:

https://doi.org/10.13177/irpa.c.2012.8.2.1

Abstract

Í umsögn gagnrýnanda kemur meðal annars eftirfarandi fram: Í heildina er bók Gunnars afar vel heppnað verk. Hún gerir grein fyrir aldaranda og þjóðfélagsbreytingum á mörgum sviðum, greinir helstu hugmyndir og setur þær í samhengi, lýsir persónum, valdatogsteitu, flokkum og flokkadráttum, kosningakerfi, fjöldahreyfingum og umræðuhefð - og þeirri stórkostlegu dramatík sem átti sér stað sumarið 1908. Á engum einum stað hefur baráttan um Uppkastið verið greind með viðlíka hætti. Auk þess er textinn firna vel skrifaður. Bókin hefur verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna; lakari verk hafa hlotið þau verðlaun. Hún verður klassísk bók um Uppkastið og sjálfstæðisstjórnmálin; bók sem stjórnmálafræðingar, stjórnmálafræðinemar og allir áhugamenn um íslenska stjórnmálasögu eiga að lesa.

Author Biography

Ólafur Þ. Harðarson

Prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Published

2012-12-15

How to Cite

Harðarson, Ólafur Þ. (2012). Gunnar Þór Bjarnason: Upp með fánann! Baráttan um uppkastið 1908 og sjálfstæðisbarátta Íslendinga. Icelandic Review of Politics & Administration, 8(2). https://doi.org/10.13177/irpa.c.2012.8.2.1

Issue

Section

Book Reviews

Most read articles by the same author(s)