Pierre Bourdieu (höfundur); Davíð Kristinsson (ritstjóri, ritar inngang); Björn Þorsteinsson, Egill Arnarson og Gunnar Harðarson (þýðendur): Almenningsálitið er ekki til

Authors

  • Ólafur Þ. Harðarson

DOI:

https://doi.org/10.13177/irpa.c.2007.3.2.6

Abstract

Ég hlakkaði til að lesa þetta kver eftir Bourdieu, enda hef ég rannsakað lýðræði, kosningar og almenningsálit í þrjátíu ár og kennt námskeið um efnið. Hafði auk þess heyrt ýmsa tala um þennan Frakka af lotningu, en er lítt eða ekki kunnugur verkum hans, enda skólaður í engilsaxneskri hefð. Ekki hafði ég lengi lesið þegar í hugann kom: Þetta hef ég lesið áður! Hressileg aðkenning að desjavú. Uppúr 1970 las ég tvo franska strúktúralíska marxista nokkuð vel (og var lengi að því), Althusser og Poulantzas. Þá voru þeir í tísku - seinna fór illa fyrir báðum en það skiptir ekki máli hér. Lesturinn á þeim tvímenningum reyndist mér afar gagnlegur. Ég lærði að tyrfinn texti þarf ekki endilega að segja mikið þegar hann hefur verið "afbyggður". Ég lærði að nokkur virðing fyrir staðreyndum getur farið saman við kennilega kreddufestu: Ný-marxistarnir uppúr 1970 sögðu m.a. að það væri að vísu rétt að ýmis svið samfélagsins byggju við tiltekið sjálfstæði (relative autonomy), t.d. pólitíska sviðið og menningarsviðið. Samfélagið væri flóknara en svo að ríkisvaldið væri einbert framkvæmdaráð borgarastéttarinnar. En - og það var stórt en - samt væri það hagkerfið sem réði þegar allt kæmi til alls (determinant in the last instance). Þótt komið væri dálítið á móts við staðreyndir og gögn var áfram trúað á kredduna.

Published

2007-12-15

How to Cite

Harðarson, Ólafur Þ. (2007). Pierre Bourdieu (höfundur); Davíð Kristinsson (ritstjóri, ritar inngang); Björn Þorsteinsson, Egill Arnarson og Gunnar Harðarson (þýðendur): Almenningsálitið er ekki til. Icelandic Review of Politics & Administration, 3(2). https://doi.org/10.13177/irpa.c.2007.3.2.6

Issue

Section

Book Reviews

Most read articles by the same author(s)