Sumarliði R. Ísleifsson og Þórunn Sigurðardóttir (ritstjórar): Samfélagsleg áhrif verkalýðshreyfingarinnar á 20. öld - framtíðarsýn á 21. öldinni
DOI:
https://doi.org/10.13177/irpa.c.2007.3.1.2Abstract
Tuttugasta öldin var merkileg um margt, sérstaklega fyrir einkennilega blöndu framfara, bætts mannlífs og ótrúlegrar mannvonsku. Frægustu dæmin um mannvonskuna eru heimsstyrjaldirnar tvær, stjórnmálastefnurnar kommúnismi og nasismi og stjórnmálamennirnir Hitler og Stalín. Fleira mætti nefna til að sýna fram á að myndin er ekki svart-hvít. Þekktustu dæmin um framfarirnar eru vísindin, kenningar Einsteins í eðlisfræði, uppgötvun erfðaefnisins og framfarir í læknisfræði. En það er einnig sérstök ástæða til að nefna framfarir í hagfræði og stjórnvísindum og raunar víða í félagsvísindum því að sú grein gleymist gjarnan þegar hugsað er um vísindi: Við skiljum sum samfélagsfyrirbrigði betur nú en fyrir hundrað árum. Gífurlegar tæknilegar framfarir urðu á tuttugustu öldinni og fjöldamörg samfélög heimsins urðu auðug og gerðu venjulegu fólki auðveldara að lifa af; raunar ekki einvörðungu að lifa af heldur að lifa lífi sem það gat stjórnað og var fjölbreyttara og ánægjulegra en líf forfeðra þeirra.Downloads
Published
2007-06-15
How to Cite
Frímannsson, G. H. (2007). Sumarliði R. Ísleifsson og Þórunn Sigurðardóttir (ritstjórar): Samfélagsleg áhrif verkalýðshreyfingarinnar á 20. öld - framtíðarsýn á 21. öldinni. Icelandic Review of Politics & Administration, 3(1). https://doi.org/10.13177/irpa.c.2007.3.1.2
Issue
Section
Book Reviews
License
This work is licensed under a Creative Commons Attribution 4.0 License.