Guðni Th. Jóhannesson: Þorskastríðin þrjú - saga landhelgismálsins 1948-1976

Authors

  • Helgi Ágústsson

DOI:

https://doi.org/10.13177/irpa.c.2007.3

Abstract

Stærstu baráttumál sem Íslendingar hafa ætlað sér sigur í eru vafalítið baráttan fyrir sjálfstæði þjóðarinnar og útfærslur fiskveiðilögsögunnar sem byggðust á landgrunnslögunum frá 1948 og miðuðu að því að vernda fiskistofnana kringum landið. Þessi baráttumál voru af sama meiði og vel er orðað í sálmi Jóns Magnússonar, "Föðurland vort hálft er hafið". Þau fleygu orð eru einkunnarorð Landhelgisgæslu Íslands og lýsa í sjálfu sér mikilvægi þess að vernda sjávarauðlindirnar kringum Ísland sem undirstöðu efnahagslífs á Íslandi alla síðustu öld og til framtíðar. Guðni Th. Jóhannesson er höfundur bókarinnar Þorskastríðin þrjú - saga landhelgismálsins 1948-1976, sem Hafréttarstofnun Íslands gaf út árið 2006. Bókin er vönduð að allri gerð og fjallar á lipran og greinargóðan hátt um þessa mikilvægu baráttu. Guðni fléttar hér saman átökum skipstjórnarmanna landhelgisgæslunnar á hafi úti við bresk herskip og dráttarbáta og tvísýnu tafli stjórnmálamanna sem af djörfung tóku ákvarðanir sem kröfðust mikils pólitísks styrks og þolinmæði, ákvarðanir sem eyðilagt gátu ríkisstjórnarsamstarf og pólitíska framtíð þeirra, kostað mannslíf á hafi úti og valdið efnahagslífi þjóðarinnar gríðarlegu tjóni.

Published

2007-12-15

How to Cite

Ágústsson, H. (2007). Guðni Th. Jóhannesson: Þorskastríðin þrjú - saga landhelgismálsins 1948-1976. Icelandic Review of Politics & Administration, 3(2). https://doi.org/10.13177/irpa.c.2007.3

Issue

Section

Book Reviews