Jöfnuður á Íslandi 1991-2007

Authors

  • Hannes Hólmsteinn Gissurarson

DOI:

https://doi.org/10.13177/irpa.b.2012.8.2.2

Abstract

Stefán Ólafsson og Arnaldur Sölvi Kristjánsson telja sig hafa hrakið fjórar kenningar mínar eða tilgátur, sem settar voru fram 2007 með tilvísun til gagna frá 2004, að jöfnuður hefði frekar aukist en minnkað á Íslandi 1995-2004, að tekjuskipting hefði á því tímabili orðið eitthvað ójafnari, en væri samt í lok þess ein hin jafnasta í heimi, að rangt væri, að tekjuskipting hafði þá færst verulega frá því, sem tíðkaðist á Norðurlöndum, og að skattabreytingar 1991-2007 hefðu ekki aukið óréttlæti eða ójöfnuð, þótt dregið hefði úr jöfnunaráhrifum skattlagningarinnar. Hér leiði ég rök að því, að þeir hafi síður en svo hrakið þessar kenningar mínar eða tilgátur. Þeir hafa ekki gætt að því, við hvaða tímabil ég miðaði, og misskilið, hvernig ég notaði hugtök eins og óréttlæti, ójöfnuð og jöfnun. Til dæmis þarf ójöfn tekjuskipting ekki að vera óréttlát, jafnframt því sem sumir telja skattlagningu í jöfnunarskyni óeðlilega. Einnig bendi ég á, að þeir Stefán og Arnaldur Sölvi viðurkenna, að tekjuskipting hér hafi árið 2004 ekki verið ójafnari en annars staðar á Norðurlöndum, sem var ein meginniðurstaða mín. Loks reyni ég að skýra, hvar okkur greini á, en það sé aðallega um það, hvort áhyggjuefnið eigi að vera hinir ríku eða hinir fátæku.

Author Biography

Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Published

2012-12-15

How to Cite

Gissurarson, H. H. (2012). Jöfnuður á Íslandi 1991-2007. Icelandic Review of Politics & Administration, 8(2). https://doi.org/10.13177/irpa.b.2012.8.2.2

Issue

Section

Articles and speeches