Fjarfundir
 í 
íslenskri
 stjórnsýslu. Tæknileg
 draumsýn
 eða 
raunhæfur 
kostur?

Authors

  • Ingveldur Tryggvadóttir

DOI:

https://doi.org/10.13177/irpa.b.2011.7.2.3

Abstract

Markmið greinarinnar er annars vegar að kanna hversu oft forstöðumenn ríkisstofnana ferðast á fundi í störfum sínum og hvort þeir nýta sér fjarfundabúnað til fundahalda og hins vegar að kanna kjöraðstæður til fjarfundahalda. Rýnt er í fræðilega umfjöllun um verkefnishópa og reynslu þeirra af notkun fjarfundabúnaðar til fundahalda og skoðað hvaða tegundir hópa henta best til að nýta sér slíkt fundaform. Útbúin var netkönnun með spurningalista í þeim tilgangi að afla upplýsinga um fjölda ferða forstöðumanna ríkisstofnana á fundi sem tengjast daglegum störfum og reynslu þeirra af notkun fjarfundabúnaðar til fundahalda. Netkönnunin var send til allra skráðra félaga í Félagi forstöðumanna ríkisstofnana og sýna niðurstöður hennar að forstöðumenn íslenskra ríkisstofnana ferðast tiltölulega oft á fundi í sínum störfum, jafnt innan sinna sveitarfélaga sem utan. Það kom jafnframt fram að u.þ.b. ¾ forstöðu manna sóttu fjarfundi síðastliðna tólf mánuði. Almennt séð eru forstöðumenn jákvæðir með reynslu sína af fjarfundum og margir hverjir vilja sjá aukningu á því fundaformi í stjórnsýslunni. Þá sýndu niðurstöður að forstöðumenn eru meðvitaðir um að fjarfundir spari tíma og fjármuni fyrir stofnanir sínar en þrátt fyrir það virtist vera hindrun í gangi sem kemur í veg fyrir að fjarfundafundaformið sé notað í ríkari mæli.

Author Biography

Ingveldur Tryggvadóttir

MPM, bókasafns- og upplysingafræðingur.

Published

2011-12-15

How to Cite

Tryggvadóttir, I. (2011). Fjarfundir
 í 
íslenskri
 stjórnsýslu. Tæknileg
 draumsýn
 eða 
raunhæfur 
kostur? . Icelandic Review of Politics & Administration, 7(2). https://doi.org/10.13177/irpa.b.2011.7.2.3

Issue

Section

Articles and speeches