Starfsumhverfi hins opinbera. Hlutverk stjórnenda og viðhorf starfsmanna

Authors

  • Gylfi Dalmann Aðalsteinsson

DOI:

https://doi.org/10.13177/irpa.b.2010.6.2.4

Abstract

Fyrirkomulag starfsmannamála hjá hinu opinbera hefur nokkuð verið í umræðunni síðustu ár. Starfsumhverfi opinberra starfsmanna tók miklum breytingum um miðjan tíunda áratug síðustu aldar þegar hugmyndafræði nýskipans í ríkisrekstri hélt innreið sína. Markmiðið var að breyta starfs- og rekstrarumhverfi hins opinbera þannig að ríkið sem vinnuveitandi hefði á að skipa hæfu starfsfólki og stofnanir gætu keppt við einkafyrirtæki um hæft starfsfólk. Enn fremur var markmiðið að ríkið gæti sinnt samfélagslegum skyldum sínum betur með því að stuðla að hagkvæmni, árangri og skilvirkni í rekstri opinberra stofnana. Til að ná þessum markmiðum varð m.a. að breyta starfsmannalögum, kjarasamningum og starfsmannastefnu hins opinbera. Með aukinni dreifstýringu sem fólst meðal annars í hugmyndafæði nýskipanar í ríkisrekstri voru kröfur til forstöðumanna auknar. Sjálfstæði og sveigjanleiki stofnana og forræði í starfsmannamálum var lagt til grundvallar. Áhersla var lögð á að stjórnendur hefðu meira rekstrarlegt svigrúm og sjálfdæmi í málum sem varðaði starfsmenn þeirra. Með breytingum á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, nýrri starfsmannastefnu og stofnanasamningum var lagður grunnur að nútímalegri stjórnunarháttum hjá opinberum stofnunum.

Author Biography

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson

Dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Published

2010-12-15

How to Cite

Aðalsteinsson, G. D. (2010). Starfsumhverfi hins opinbera. Hlutverk stjórnenda og viðhorf starfsmanna . Icelandic Review of Politics & Administration, 6(2). https://doi.org/10.13177/irpa.b.2010.6.2.4

Issue

Section

Articles and speeches

Most read articles by the same author(s)

1 2 > >>