Ríkið hf. Hlutafélagavæðing ríkisrekstrar

Authors

  • Arnar Þór Másson

DOI:

https://doi.org/10.13177/irpa.b.2007.3.2.1

Abstract

Á undanförnum árum hafa miklar breytingar átt sér stað í opinberum rekstri. Á tilteknum sviðum hefur ríkið dregið sig í hlé og látið sér nægja að setja leikreglur sem aðilar á markaði þurfa að fara eftir. Þetta ferli hefur verið nefnt einkavæðing en felst í því að fyrst er opinber rekstur hlutafélagavæddur og því næst eru fyrirtækin seld til aðila á markaði. Þannig skapaðist sú venja að hlutafélagavæðing var nær alltaf undanfari þess að ríkið hætti tilteknum rekstri og fæli hann einkaaðilum. Á allra síðustu árum hefur sú breyting orðið á að ríkið hefur í auknum mæli valið hlutafélagaformið sem rekstrarform án þess að til standi að losa um eignarhald ríkisins í félögunum. Ríkið á nú að fullu 15 hlutafélög og yfir 50% hlutafjár í nokkrum félögum til viðbótar. Þessi þróun hefur átt sér stað án þess að mörkuð væri um það heildstæð stefna eða önnur rekstrarform ríkisins verið þróuð og endurbætt. Rökin fyrir breytingum hafa í megindráttum verið þau að í ríkisrekstri skorti sveigjanleika. En hversu vel hentar hlutafélagaformið fyrir rekstur sem samstaða er um að eigi að vera áfram á hendi ríkisins? Eru aðrar leiðir mögulegar til þess að auka sveigjanleika í ríkisrekstri?

Author Biography

Arnar Þór Másson

Sérfræðingur í umbóta- og hagræðingarmálum í opinberri stjórnsýslu og aðjúnkt við Háskóla Íslands.

Published

2007-12-15

How to Cite

Másson, A. Þór. (2007). Ríkið hf. Hlutafélagavæðing ríkisrekstrar. Icelandic Review of Politics & Administration, 3(2). https://doi.org/10.13177/irpa.b.2007.3.2.1

Issue

Section

Articles and speeches