Hvers virði er heilsan? Viðfangsefnin framundan

Authors

  • Magnús Pétursson

DOI:

https://doi.org/10.13177/irpa.b.2007.3.1.1

Abstract

Heilbrigðismálin eru mikið til umfjöllunar í öllum hinum vestræna heimi. Því er gagnlegt að hugleiða eðli heilbrigðismála frá víðum sjónarhóli og hvernig þau snerta margar greinar samfélagsins. Ný lög um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, voru sett síðasta vor á Alþingi. Þar segir m.a. að markmið laganna sé "að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita". Hér er um háleitt markmið að ræða sem gefur tilefni til mikillar umræðu. Auk þessa kveða lögin ítarlega á um skipulag heilbrigðisþjónustunnar í landinu sem býður upp á fjölmarga möguleika til þróunar og breytinga á skipan þessara mála hér á landi.

Author Biography

Magnús Pétursson

Hagfræðingur, forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss.

Published

2010-06-15

How to Cite

Pétursson, M. (2010). Hvers virði er heilsan? Viðfangsefnin framundan. Icelandic Review of Politics & Administration, 3(1). https://doi.org/10.13177/irpa.b.2007.3.1.1

Issue

Section

Articles and speeches