"Borgaralegi páfinn" stígur af sviðinu: Kofi Annan, arfleifð hans og arftaki
DOI:
https://doi.org/10.13177/irpa.b.2006.2.2.3Abstract
"Þegar við rýnum í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna í dag erum við meðvitaðri um það en nokkru sinni fyrr að markmið hans er að tryggja sérhverri manneskju vernd, ekki vernda þá sem ofsækja þær." (Kofi Annan, 18. september 1999). Kofi Annan, fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur verið kallaður "borgaralegur páfi" (e. secular pope). Viðurnefnið virðist við fyrstu sýn afar viðeigandi. Við sjáum fyrir okkur hinn kaþólska páfa - fyrir flestum okkar væri það Jóhannes Pál II. sem svo lengi sinnti því embætti - á ferð og flugi um heiminn, predikandi réttlæti, mannúð, ást og trú á Jesúm krist. Á sama hátt höfum við í heilan áratug fylgst með Kofi Annan ferðast um heiminn, predikandi frið, mannréttindi og mannúð. Og Annan hefur haft einhverja áru yfir sér, sem hefur gefið okkur tilefni til að trúa því að þar færi sannarlega vel meinandi maður. Frasinn vísar hins vegar ekki aðeins til persónu Annans, eins og hún hefur birst okkur í fjölmiðlum, heldur einnig til þeirra áherslna sem hann hefur sett í framkvæmdastjóratíð sinni. Eða svo vitnað sé til Edwards Mortimers, ræðuritara Annans: "Hann reyndi að láta Sameinuðu þjóðirnar snúast um fólk; ekki bara þjóðríki og ríkisstjórnir." Þetta var nýjung, Annan leit svo á að verksvið SÞ væri víðtækara en svo, að landamæri ríkja og fullveldi þeirra skiptu sköpum. Sannarlega líta margir svo á að það hafi verið eitt besta augnablik Annans í starfi er hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna haustið 1999 og lýsti því yfir af mikilli innlifun að Sameinuðu þjóðirnar yrðu að vernda fólk gagnvart þeim ódæðum sem þeirra eigin yfirvöld fremdu gegn þeim, jafnvel þó að það þýddi "íhlutun í nafni mannúðar" (humanitarian intervention). En rétt eins og Jóhannes Páll páfi er líklega oftast háaldraður og veiklulegur í huga okkar fylgir gjarnan myndinni af Kofi Annan, að minnsta kosti í seinni tíð, sú tilfinning að hann hafi ef til vill ekki náð öllu því fram sem stefnt var að. Að þrátt fyrir góðan vilja hafi hann verið þjakaður "páfi" - svona eins og Jóhannes Páll páfi birtist okkur síðustu árin - þjakaður af veruleika hlutanna, atburðum sem gerst hafa í framkvæmdastjóratíð hans og aðstæðum í heiminum, en þær hafa ekki reynst sérlega vænlegar fyrir friðarpostula af nokkurri sort.Downloads
Published
2006-12-15
How to Cite
Sigurðsson, D. L. (2006). "Borgaralegi páfinn" stígur af sviðinu: Kofi Annan, arfleifð hans og arftaki . Icelandic Review of Politics & Administration, 2(2). https://doi.org/10.13177/irpa.b.2006.2.2.3
Issue
Section
Articles and speeches
License
This work is licensed under a Creative Commons Attribution 4.0 License.