Sá veit gjörst hvar skórinn kreppir að sem hefur hann á fætinum

Authors

  • Bragi Guðbrandsson

DOI:

https://doi.org/10.13177/irpa.b.2006.2.1

Abstract

Hér er á ferðinni þriðja athugun Rauða kross Íslands á þessu viðfangsefni, sú fyrsta frá 1994, önnur frá 1999 og svo sú sem hér er til umræðu. Eftir lestur skýrslunnar verð ég að telja það athyglisverðast, og standa raunar algjörlega upp úr, að þeir þjóðfélagshópar sem allar skýrslurnar fjalla um eru að stærstum hluta þeir sömu þótt þær spanni rúmlega áratug: bótaþegar (öryrkjar, einkum geðfatlaðir, aldraðir), hópar lágtekjufólks (einstæðar mæður, einstæðingar) og börn sem glíma við erfiðleika. Sagt með öðrum orðum: séu viðteknir mælikvarðar fátæktar, einangrunar og mismununar lagðir til grundvallar hefur - að bestu manna yfirsýn - nánast engin teljandi breyting orðið á samsetningu þess hóps meðbræðra okkar sem höllum fæti standa í samfélaginu á heilum áratug. Eina markverða undantekningin á þessu er sú að í fyrstu könnuninni beindust sjónir manna m.a. að þeim sem voru atvinnulausir en nú eru innflytjendur komnir til sögunnar í þeirra stað. Ástæðan er augljós: uppgangur í efnahagslífinu hefur nánast eytt atvinnuleysinu en þess í stað skapað eftirspurn eftir vinnuafli sem ekki hefur verið unnt að mæta öðru vísi en með því að leita út fyrir landsteinana eftir erlendu verkafólki.

Author Biography

Bragi Guðbrandsson

Forstöðumaður.

Published

2006-06-15

How to Cite

Guðbrandsson, B. (2006). Sá veit gjörst hvar skórinn kreppir að sem hefur hann á fætinum. Icelandic Review of Politics & Administration, 2(1). https://doi.org/10.13177/irpa.b.2006.2.1

Issue

Section

Articles and speeches